Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að innri markaðurinn - 108 svör fundust
Niðurstöður

Hverjir eru möguleikar lögmanns, sem er menntaður á Íslandi, á að vinna innan Evrópska efnahagssvæðisins? Breytist það við inngöngu í ESB?

Fyrir lögmann, sem er menntaður á Íslandi, eru tvær leiðir til að veita lögmannsþjónustu í öðru landi innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES). Annars vegar getur hann veitt lögmannsþjónustu í öðru aðildarríki (gistiríki) undir starfsheiti heimalands síns og hins vegar getur hann fengið leyfi til að nota lögmannstit...

Ráðið

Ráð Evrópusambandsins (e. Council of the European Union, einnig kallað ráðherraráðið (e. Council of Ministers) eða ráðið (e. Council)) fer með löggjafarvald í sambandinu ásamt Evrópuþinginu og samræmir stefnu og aðgerðir aðildarríkjanna í fjölmörgum málaflokkum. Ráðið hefur aðsetur í Brussel þar sem það fundar reg...

Almenn lagasetningarmeðferð

Flestar lagagerðir Evrópusambandsins (reglugerðir, tilskipanir og ákvarðanir) eru samþykktar með almennri lagasetningarmeðferð (e. ordinary legislative procedure). Hún felst í því að Evrópuþingið og ráðið hafa samráð um mótun nýrrar gerðar og að samþykkt hennar krefjist samþykkis beggja stofnana (289. gr. sáttmála...

Geta aðildarríki ESB gengið úr sambandinu?

Lengi var deilt um það hvort aðildarríkjum Evrópusambandsins væri heimilt að ganga úr sambandinu eða ekki. Með Lissabon-sáttmálanum frá 2009 voru hins vegar tekin af öll tvímæli um lagalegan rétt aðildarríkja til úrsagnar. Enginn vafi leikur þó á því að úrsögn aðildarríkis, sérstaklega evruríkis, yrði afar flókin ...

Er Seðlabanki Evrópu óumdeilanlega lánveitandi til þrautavara fyrir evruríkin?

Seðlabanki Evrópu má ekki lána beint til ríkissjóða aðildarríkja og er því aldrei beinn lánveitandi til þrautavara fyrir aðildarríki ESB. Lánveiting af því tagi er ekki bundin sérstökum skilyrðum heldur er lagt á blátt bann við henni (123. gr. sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins). Málið er þó í reynd ek...

Hvað er NAFTA og hver er munurinn á uppbyggingu þess og ESB?

Skammstöfunin NAFTA stendur fyrir North American Free Trade Agreement eða Fríverslunarsamning Norður-Ameríku. Bandaríkin, Kanada og Mexíkó eru aðilar að samningnum sem tryggir fríverslun milli landanna. *** Í 102. gr. samningsins kemur fram hver markmið hans eru: ryðja úr vegi viðskiptahindrunum og stuðla ...

Hver verður framtíð ESB? [Umræðusvar A]

Í ágúst 2011 eru blikur á lofti varðandi framtíð Evrópusambandsins. Undanfarnir mánuðir hafa verið sambandinu mjög erfiðir. Tveir samstarfsþættir sem vega þungt við mat á framtíðinni eru í uppnámi: myntsamstarfið um evruna annars vegar og frjáls för um Evrópu og þá einkum Schengensamstarfið hins vegar. Sé tekið...

Hver er aðkoma Íslands að mótun vinnumarkaðslöggjöfar ESB og hvernig mundi hún breytast við aðild?

Aðild Íslands að ESB mundi veita íslenskum stjórnvöldum betri aðkomu að ákvarðanatökuferli sambandsins um málefni vinnumarkaðarins. EES-samningurinn tryggir fyrst og fremst samstarf á milli embættismanna EFTA/EES-ríkjanna og framkvæmdastjórnarinnar. Með aðild að ESB fengju Íslendingar fulltrúa í ráðinu og á Evrópu...

Hver er samningsafstaða Íslands í utanríkis, öryggis- og varnarmálum?

Viðræðum Íslands og ESB um samningskaflann um utanríkis-, öryggis- og varnarmál er lokið. Í opinberri samningsafstöðu Íslands, sem mótuð var af samningahópnum um utanríkisviðskipti, utanríkis- og öryggismál, kemur fram að Ísland sé tilbúið að taka þátt í sameiginlegri stefnu ESB í utanríkis-, öryggis- og varnarmál...

Hvað er tveggja stoða kerfi EES-samningsins?

Stofnanalegum samskiptum fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Evrópusambandsins á grundvelli EES-samningsins er gjarnan lýst sem tveggja stoða kerfi. Önnur stoðin er samsett úr stofnunum EFTA en hin úr stofnunum ESB. Á milli stoðanna tveggja eru sameiginlegar stofnanir samningsaðilanna sem eru vettvangur samstarfs...

Hvaða leiðir eru hentugastar fyrir Evrópusambandið til að ná fram málum í andstöðu við einstök smáríki innan sambandsins?

Sáttmálum Evrópusambandsins og skilmálum aðildarsamninga einstakra ríkja er aldrei hægt að breyta nema með samþykki allra aðildarríkjanna og með fullgildingu samkvæmt stjórnskipunarreglum hvers og eins ríkis. Með setningu afleiddrar löggjafar, svo sem reglugerðar eða tilskipunar, er hins vegar vel mögulegt að mál ...

Hvernig er samskiptum ESB og NATO háttað?

Samningar milli Norður-Atlantshafsbandalagsins (NATO) og Evrópusambandsins (ESB) um samstarf á sviði öryggis- og varnarmála voru gerðir undir lok ársins 2002 og í upphafi 2003. Þeir mynda hinn eiginlega ramma Berlín-Plús-fyrirkomulagsins sem veitir Evrópusambandinu aðgang að tækjum og búnaði bandalagsins þegar NAT...

Hvaða hag og óhag hefur íslenskur landbúnaður af aðild að Evrópusambandinu? [Umræðusvar A]

Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að bera saman landbúnaðarstefnu ESB og Íslands með það að markmiði að greina áhrif aðildar að ESB á íslenskan landbúnað. Umfjöllun um efnið hefur þó oft verið lituð því hvað menn telja að fengist út úr aðildarsamningum við ESB á grundvelli sérstöðu landsins svo sem norðlægra...

Ef EES-reglugerð er vitlaust þýdd, gildir þá ranga þýðingin?

Spurningin í fullri lengd hljóðaði svona: Ef EES-reglugerð er innleidd í íslensk lög í rangri þýðingu hvort gildir þá upprunalega reglugerðin eða ranga íslenska þýðingin? Lögfræði, líkt og margar aðrar fræðigreinar, leggur mikið upp úr skýringu hugtaka. Úrlausn dómsmála sem varða mikilsverða hagsmuni getur ...

Ríkir efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu?

Nei, það ríkir ekki efnahagslegur stöðugleiki í Evrópusambandinu sem stendur. Ekki er þó útilokað að slíkur stöðugleiki náist á ný en til þess verður að ráðast í víðtækar breytingar á uppbyggingu hagkerfis sambandsins. *** Með skilgreiningu orðsins „stöðugleiki“ (e. stability) í huga (sjá meðal annars Snöru...

Leita aftur: